Brauðsúpa
Uppskrift fyrir

Innihald:

  • 200 gr BRAUÐ, rúgbrauð, seytt
  • 3 dl MALTÖL
  • 3 msk PÚÐURSYKUR
  • 200 gr RJÓMI, þeytirjómi
  • 2 msk RÚSÍNUR
  • 0.5 tsk SALT, borðsalt
  • 2 msk SÍTRÓNUSAFI, hreinn
  • 1000 ml Vatn
  • 1 stk KANILSTÖNG

Aðferð:

Brauðið er lagt í bleyti, þannig að brauðið blotni vel upp, gjarnan yfir nótt og geymt í ísskáp.
Sett í pott, vatni bætt við og soðið við vægan hita þangað til brauðið leysist vel upp, (ágætt að stappa með kartöflustappara) og súpan/grauturinn verður jafn og kekkjalaus.
Rúsínur og kanilstöng sett út í og soðið áfram og þynnt með maltölinu.
Sykur og sítrónusafi ásamt sítrónusneiðum bætt í. Smakkað til með meiri sykri ef vill og örlitlu salti.
Þynnt með meira af maltöli eftir smekk.

Borin fram með þeyttum rjóma.
  

Kaloríur 347 17%
Sykur 15g 17%
Fita 18g 26%
Hörð fita 12g 60%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Brauðsúpa
  • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér