Triffle
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 4 stk EGG, hænuegg, hrá
 • 6 stk MATARLÍM
 • 500 ml RJÓMI
 • 3 msk SHERRY, millisætt
 • 5 msk SYKUR, STRÁSYKUR

Aðferð:

1 pakki makkkarónukökur!!

Matarlímið lagt í bleyti í smávegis af köldu vatni í ca 10 mín.
Egg og sykur þeytt saman þangað til blandan verður ljós og létt.
Matarlímið brætt í 3 msk sherrý í vatnsbaði. Kælt aðeins og hellt í mjórri bunu út í eggjahræruna og hrært í á meðan.
Rjóminn þeyttur og blandað varlega saman við eggjahræruna.
Þá má annað hvort raða makkarónukökunum bleyttum í sherrýi á botn í skál og upp með köntunum. Og eggjabúðingnum hellt yfir. Lokað yfir með filmu og geymt í kæli.
Það má líka setja uppbleyttar kökurnar út í hræruna ef vill.

Kaloríur 514 26%
Sykur 19g 21%
Fita 45g 64%
Hörð fita 26g 130%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Triffle
Sunrise Cabernet Sauvignon
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Sunrise Cabernet Sauvignon
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Chile
 • Lýsing: Hentar með öllu kjöti, pastaréttum og ostum. Hefur farið sigurför um landið undanfarin ár og ekkert lát virðist vera á vinsældum þessa frábæra víns.
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér