Rækjukokteill
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 4 stk BRAUÐ, dökk hveitibrauð
 • 300 gr RÆKJUR
 • 1 stk JÖKLASALAT, ÍSSALAT
 • 1 stk MANGÓÁVÖXTUR

Sósa::

 • 2 dl SÝRÐUR RJÓMI, 18% fita
 • 2 msk SÓSA, TÓMAT-, tómatsósa
 • 2 tsk SÍTRÓNUSAFI, hreinn
 • 0.5 tsk SALT, borðsalt
 • 1 dl RJÓMI
 • 0.5 tsk PIPAR, svartur
 • 1 msk DILL, þurrkað
 • 1 msk LAUKUR, vor-

Aðferð:

Salatblöðin eru rifin niður og skálar klæddar að innan með þeim. Mangóið skorið í fremur litla bita og þeim og rækjum blandað saman og sett í skálarnar.

Sósan löguð þannig að sýrðum rjóma og rjóma blandað vel saman , hrært vel og öðru hráefni bætt út í. Smakkað til með salti og pipar.

Sósunni er síðan dreift yfir rækju- og mangókokteilinn og skreytt með sítrónu sneiðum og ferskum dill greinum ef vill.

Borið fram vel kælt með ristuðu brauði.

Kaloríur 119 6%
Sykur 1g 1%
Fita 3g 4%
Hörð fita 1g 5%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Rækjukokteill
Tommasi Soave Classico Le Volpare
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Tommasi Soave Classico Le Volpare
 • Tegund: Hvítvín
 • Land: Ítalía
 • Lýsing: Gott með sjávarfangi, t.d. rækjum, kræklingi og hörpuskel en einnig frábært með grilluðum kjúklingi. Tommasi Soave hefur verið lengi á markaðinum...
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér