Framhryggjarfillet með grilluðum...
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 0.5 tsk KÚMEN
 • 800 gr LAMBAFRAMPARTUR, m. fitu, hrár
 • 6 msk ÓLÍFUOLÍA
 • 1 tsk PIPAR, svartur
 • 1 msk RÓSMARÍN, grein
 • 1 tsk SALT, borðsalt
 • 0.5 stk SÍTRÓNUR
 • 8 stk Tómatar

Aðferð:

 1. Kjötið skorið í 4 álíka stóra bita. Olía, sítrónusafi og börkur, hvítlaukur, kryddjurtir, kummin og pipar sett í skál og hrært vel saman.
 2. Kjötinu velt upp úr blöndunni og látið standa í 1 klst við stofuhita. Snúið nokkrum sinnum.
 3. Grillið hitað.
 4. Kjötið saltað, sett á grillið og grillað við nokkuð góðan hita í um 4 mínútur á hvorri hlið, eða eftir smekk; snúið 2-4 sinnum.
 5. A.T.H....Þegar búið er að taka kjötið úr kryddleginum eru tómatarnir skornir í helminga, skurðfletirnir penslaðir með kryddleginum sem eftir er ,saltaðir og þeim er svo raðað á grillið við hlið kjötbitanna með skurðflötinn upp. Grillaðir þar til þeir eru meyrir og vel brúnir á botninum og þá er þeim snúið og skurðflöturinn grillaður í um 2 mínútur.
 6. Salatblandan sett á fat, olíunni ýrt yfir, kryddað með pipar og salti og blandað vel. Kjötið sett í miðjuna og tómötunum raðað í kring.
Kaloríur 786 39%
Sykur 0g 0%
Fita 73g 104%
Hörð fita 30g 150%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Framhryggjarfillet með grilluðum tómötum
Casillero del Diablo Shiraz Reserva
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Casillero del Diablo Shiraz Reserva
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Chile
 • Lýsing: Frábær viðbót við Casillero del Diablo línuna. Þétt og öflugt vín sem fer sérlega vel í munni. Berjaangan fyllir vitin og við tekur kraftmikið en...
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér