Svínalundir með sveskjum
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 2 dl KJÖTSOÐ
 • 2 stk SÆTAR KARTÖFLUR
 • 800 gr SVÍNALUNDIR, hráar
 • 16 stk SVESKJUR
 • 0.5 tsk SALT, borðsalt
 • 1 dl RJÓMI
 • 0.5 tsk PIPAR, svartur
 • 3 msk ÓLÍFUOLÍA
 • 4 msk OSTUR, rjómaostur, 22% fita
 • 1 msk SÓSULITUR

Aðferð:

Lundunum er skipt í 4 bita. Skorin er vasi í þá og er rjómaosti smurt þari í og sveskjurnar lagðar yfir. Lokað með tannstönglum og brúnaðir í góðri olíu á vel heitri pönnu á öllum hliðum og saltað og piprað.
(Má brjóta af stönglunum ef þeir eru fyrir). 
Þá er hitinn lækkaður og kjötsoði hellt á pönnuna. Látið sjóða undir loki í ca 15 mín.  fer eftir þykkt bitana.
Að síðustu er rjómanum hrært út í ásamt sósulit. Má þykkja ef vill.
Gott meðlæti eru sætar kartöflur, soðnar og stappaðar með smjöri og ögn af salti. Ferskt salat á líka vel við.

Kaloríur 387 19%
Sykur 0g 0%
Fita 23g 33%
Hörð fita 7g 35%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Svínalundir með sveskjum
Bach Extrísimo Semi Dulce
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Bach Extrísimo Semi Dulce
 • Tegund: Hvítvín
 • Land: Spánn
 • Lýsing: Vín sem að hentar einkar vel með fiskréttum, fiskisúpum,gráðosti,ljósu kjöti og sætum eftirréttum.
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér