Þorskur með eplum
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 300 gr EPLI
 • 1 tsk KARRÍ, duft
 • 2 msk RÚSÍNUR
 • 2 msk SPELTMJÖL, fínt hvítt mjöl
 • 500 gr ÞORSKUR, hrár
 • 4 msk MATAROLÍA
 • 1 tsk PIPAR, Sítrónu-

Aðferð:

3 msk af olíu er hitað á pönnu, karrýinu stráð yfir og hrært aðeins í. Gætið vel að hitanum, steikja skal við meðalhita annars brennur karrýið.
Fiskurinn skorin í hæfilega bita og velt uppúr speltmjöli og sítrónupipar. Steikt á báðum hliðum þangað til fiskurinn er næstum stífur í gegn.
Eplin þvegin, kjarnhreinsuð og skorin í teninga og fiskurinn tekinn aðeins til hliðar á pönnunni og 1 msk olíu bætt á. Eplabitar ásamt rúsínum settir á pönnuna, karrýi stráð yfir og velt upp úr olíunni og látið malla smástund. Salti stráð yfir í lokin ef vill.

Kaloríur 321 16%
Sykur 0g 0%
Fita 16g 23%
Hörð fita 4g 20%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Þorskur með eplum
Casillero del Diablo Riesling.
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Casillero del Diablo Riesling.
 • Tegund: Hvítvín
 • Land: Chile
 • Lýsing: Þetta vín er að aðeins fáanlegt í stutta stund hér á íslandi.
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér