Fiskur með vínberjum
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 1 stk BLAÐLAUKUR, hrár
 • 200 gr TÓMATAR, Kirsuberja
 • 100 gr VÍNBER
 • 5 stk SVEPPIR, hráir
 • 1 tsk SALT, borðsalt
 • 2 dl RJÓMI, matreiðslurjómi
 • 2 msk ÓLÍFUOLÍA
 • 800 gr LAX, eldislax, hrár
 • 250 gr HRÍSGRJÓN, hýðishrísgrjón, hrá
 • 200 gr GÚRKUR, hráar
 • 0.5 tsk PIPAR, Sítrónu-

Aðferð:

sítrónupipar og salt e. smekk

 

Fiskurinn er skorin í litla bita og lagður á botninn í smurt eldfast mót.
Blaðlaukur og sveppir skornir í sneiðar og mýktir í olíu á pönnu í smástund. Vínberin eru skorin í tvennt og þau sett út í lauk- og sveppablönduna smástund.
Rjómanum hrært saman við og kryddað með sítrónupipar og salti og blöndunni hellt yfir fiskinn.
Bakað í 200°C heitum ofni í 10 - 15 mínútur eða þangað til fiskurinn hefur stífnað í gegn.

Borin fram með soðnum hýðishrísgrjónum og fersku grænmeti t.d. agúkrum og tómötum.

Kaloríur 752 38%
Sykur 3g 3%
Fita 39g 56%
Hörð fita 7g 35%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Fiskur með vínberjum
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér