Bombay kjúklingavængir með jógúr...
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 2 msk SOJASÓSA
 • 1 tsk KARRÍ, duft
 • 2 msk MATAROLÍA
 • 24 stk KJÚKLINGUR, Vængir
 • 0.75 tsk PIPAR, svartur
 • 2 stk HVÍTLAUKSRIF

Jógúrt ídýfa::

 • 1 msk STEINSELJA
 • 0.75 dl JÓGÚRT, hreint
 • 0.75 tsk SALT, borðsalt
 • 3 msk MANGÓÁVÖXTUR
 • 1 stk LAUKUR, hrár
 • 0.75 tsk TABASCO

Aðferð:

Blandið saman í stórri skál öllu nema kjúklingavængjunum. Þegar lögurinn er tilbúinn bætið kjúklingnum útí. Setjið plastfilmu yfir og geymið í ísskápnum í u.þ.b. 1 klst.

Hitið ofninn í 165°C. Látið leka af vængjunum og raðið í ofnskúffu eða í eldfast mót. Eldið í 25 mín, eða þangað til þeir eru gullbrúnir.

Raðið vængjunum á stóran disk með skálina af jógúrt sósunni í miðjunni og skreytið með steinseljunni.

 

Ídýfan:

Blandið öllu saman í skál. Geymið sósuna í ísskápnum þangað til kjúklingurinn er borinn fram

 

Kaloríur 90 4%
Sykur 0g 0%
Fita 8g 11%
Hörð fita 2g 10%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Bombay kjúklingavængir með jógúrt ídýfu
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér