Pottagaldra ? nautagúllas
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 2 stk GULRÆTUR, hráar
 • 200 ml Vatn
 • 1 tsk TÓMATÞYKKNI / TÓMATPURE
 • 100 gr SVEPPIR, hráir
 • 3 msk SÓLBLÓMAOLÍA
 • 2 stk SELLERÍ, stilksellerí
 • 2 dl RJÓMI
 • 1 stk PAPRIKA, rauð
 • 500 gr NAUTAGÚLLAS, hrátt
 • 1 stk LAUKUR, hrár
 • 1 stk KJÖTKRAFTUR

Aðferð:

ATH! Í þennan rétt þarf 1 tsk af creole kryddi frá Pottagöldrum og 1-2 tsk af baharat og eðalkryddi frá Pottagöldrum.

 

Steikið gúllasið og kryddið með 1 msk. creole og 1-2 tsk.eðalkryddi frá pottagöldrum. Bætið lauknum saman við og léttsteikið með. Bætið vatni í og látið suðuna koma upp, bætið síðan öllu sem eftir er saman við nema rjómanum og kryddið með Baharat og kjötkrafti eftir smekk. Látið krauma í 45 mín. Þá er gúllasið þykkt eftir smekk t.d. með maizenamjöli, rjómanum bætt út í á síðustu mínútunum.

 

Þennan rétt má búa til “kvöldið áður” alveg þangað til að því kemur að bæta út í maizena og rjóma. Hitið réttinn rólega upp þegar kemur að máltíðinni, hann er þá búin að krauma í 45 mín daginn áður, bætið maizena og rjóma út í og berið á borð.

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðu: http://kjot.is

 

Kaloríur 247 12%
Sykur 0g 0%
Fita 15g 21%
Hörð fita 3g 15%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Pottagaldra – nautagúllas
Tommasi Ripasso
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Tommasi Ripasso
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Ítalía
 • Lýsing: Gengur vel með t.d. lambakjöti, kálfakjöti, nautakjöti, gæs og önd. Þetta er mjög gott ostavín og þá sérstaklega með hörðum ostum. Tommasi Ripasso...
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér