Fléttubrauð
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 1 stk EGG, hænuegg, hrá
 • 360 gr HVEITI
 • 5 tsk LYFTIDUFT
 • 150 gr SMJÖR
 • 3 msk SYKUR, STRÁSYKUR
 • 300 ml MJÓLK

Aðferð:

 1. Blandið saman hveiti, lyftidufti og sykri í stóra skál.
 2. Myljið smjörlíki saman við.
 3. Hellið mjólkinni saman við og hrærið með sleif eða í hrærivél.
 4. Skiptið deiginu í tvennt og svo aftur í þrjá hluta.
 5. Fléttið tvö brauð úr þessum lengjum.
 6. Setjið á bökunarplötu með bökunarpappír undir. Hafið gott bil á milli því brauðin stækka í bakstri.
 7. Penslið með hrærðu eggi.
 8. Bakið við 250°C í um 15 mínútur.

Þjóðráð:
Hægt er að gera bollur úr deiginu.
Gott er að setja sesamfræ ofan á brauðin.

Kaloríur 665 33%
Sykur 11g 12%
Fita 33g 47%
Hörð fita 18g 90%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Fléttubrauð
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér