Nautasúpa hlý og ilmandi
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 400 gr GULRÆTUR, hráar
 • 2500 ml Vatn
 • 250 gr SVEPPIR, hráir
 • 1 tsk SALT, borðsalt
 • 0.5 tsk PIPAR, svartur
 • 3 tsk PAPRIKA, blanda (græn, rauð, gul)
 • 600 gr NAUTAHAKK, nautgr 12-20% fita hrátt
 • 600 gr NAUTAGÚLLAS, hrátt
 • 4 stk LAUKUR, hrár
 • 10 stk KARTÖFLUR, hráar
 • 1 stk KJÖTKRAFTUR

Aðferð:

Setjið vatn og kjötkraft (nautakjötskraft) í vænan pott og hefjið súpu suðuna. Steikið gúllasið létt á pönnu og kryddið milt með pipar og salti og setjið út í pottinn. Skerið hráar kartöflur og gulrætur í hæfilega bita og bætið í pottinn. Saxið lauk og papriku og brúnið létt og setjið í pottinn. Hrærið hakkið í skál saman við salt og pipar, búið til mjög litlar kúlur og setjið út í sjóðandi vatnið í pottinum. Bætið sveppum og öðru grænmeti, ef vill saman við. Látið súpuna malla rólega vel og lengi 1-3 klukkutíma.

Munið góð daginn eftir eða snjallt að elda að morgni dags og njóta að kvöldi.

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðu: http://kjot.is

Kaloríur 493 25%
Sykur 0g 0%
Fita 23g 33%
Hörð fita 9g 45%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Nautasúpa hlý og ilmandi
Jacob
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Jacob's Creek Reserve Shiraz
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Ástralía
 • Lýsing: Þetta vín smellpassar með grilluðu kjöti, villibráð og öðru bragðmiklu kjöti. Magnað með hörðum ostum.
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér