Nautasneiðar í ofni ? ekta sunnu...
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 50 gr BEIKON, hrátt
 • 4 msk OSTUR, Rifinn
 • 1 msk BRAUÐRASP
 • 250 gr SVEPPIR, hráir
 • 1 tsk SALT, borðsalt
 • 1 dl RJÓMI
 • 0.5 tsk PIPAR, svartur
 • 800 gr NAUTAHRYGGVÖÐVI (FILE) m fitu hrár
 • 1 stk LAUKUR, hrár
 • 1 dl HVÍTVÍN, millisætt
 • 50 gr BORÐSMJÖRLÍKI, 40% fita, Létta
 • 1 stk Kartöflumús, Tilbúin í bréfum.

Aðferð:

Kjötið skorið í sneiðar, barið létt og brúnað á pönnu. Sneiðarnar settar í eldfastmót og kryddaðar. Laukurinn, beikonið og sveppirnir brúnað og sett ofan á kjötið í mótinu. Víni og rjóma hellt yfir og osti og brauðmylsnu blandað saman og stráð yfir.


Mótið er sett inn í 180°C heitan ofn og haft í ofninum í u.þ.b. 40 mín, best með kartöflumús, heimatilbúinni eða úr pakka. Eða meðlæti að eigin vali.

 

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðu: http://kjot.is

 

 

Kaloríur 607 30%
Sykur 0g 0%
Fita 44g 63%
Hörð fita 19g 95%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Nautasneiðar í ofni – ekta sunnudagsréttur
Jacob
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Jacob's Creek Reserve Shiraz
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Ástralía
 • Lýsing: Þetta vín smellpassar með grilluðu kjöti, villibráð og öðru bragðmiklu kjöti. Magnað með hörðum ostum.
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér