Nautapottur Péturs
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 1 stk ANANAS, niðursoðinn
 • 1 stk SVEPPIR, niðursoðnir
 • 400 gr SVEPPIR, hráir
 • 500 ml RJÓMI
 • 1 stk PAPRIKA, rauð
 • 1 stk PAPRIKA, gul
 • 1 kg NAUTAGÚLLAS, hrátt
 • 1 stk MAÍSKORN, niðursoðin, miðstærð
 • 1 stk LAUKUR, hrár
 • 2 tsk KARRÍ, duft
 • 250 gr HRÍSGRJÓN, hvít, póleruð, hrá
 • 2 stk BRAUÐ, hvítlauksbrauð
 • 2 msk BORÐSMJÖRLÍKI, 40% fita, Létta
 • 3 msk TÓMATKRAFTUR

Aðferð:

Brúnið kjötið á pönnu í smjöri og stráið karrídufti yfir. Steikið sveppi, lauk og papriku á pönnu. Allt saman sett í pott ásamt niðursoðnum sveppum, tómatkrafti og rjóma. Látið malla við vægan hita þar til kjötið er orðið meyrt. Maísbaunir og ananas sett útí síðast og hitað með.

 

Gott með hrísgrjónum og hvítlauksbrauði.

 

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðunni kjot.is

Kaloríur 953 48%
Sykur 0g 0%
Fita 52g 74%
Hörð fita 29g 145%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Nautapottur Péturs
Jacob
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Jacob's Creek Reserve Shiraz
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Ástralía
 • Lýsing: Þetta vín smellpassar með grilluðu kjöti, villibráð og öðru bragðmiklu kjöti. Magnað með hörðum ostum.
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér