Fiskur og grænmeti í humarostasósu
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 0.25 stk BLÓMKÁL, hrátt
 • 200 gr OSTUR, Rifinn
 • 3 dl MJÓLK
 • 100 gr OSTUR, Humar
 • 30 gr SMJÖR
 • 1 tsk SALT, borðsalt
 • 0.25 tsk PIPAR, svartur
 • 1 stk PAPRIKA, græn
 • 750 gr ÝSA, hrá
 • 5 stk KARTÖFLUR, hráar
 • 4 stk GULRÆTUR, hráar
 • 100 gr OSTUR, Krydd-

Aðferð:

 1. Skerið gulræturnar og kartöflurnar í sneiðar og skiptið blómkálinu í hríslur.
 2. Bræðið smjörið og látið grænmetið krauma í því í 4-5 mín. Setjið þetta í eldfast mót.
 3. Skerið fiskinn í sneiðar og raðið ofan á grænmetið.
 4. Stráið salti og pipar yfir fiskinn, saxið paprikuna og jafnið henni yfir.
 5. Blandið saman í mixara, eða hitið saman í potti: mjólk, rjómakryddost og humarost og hellið yfir réttinn. Stráið rifnum osti yfir.
 6. Bakið við 200° C í u.þ.b. 40 mín.
Kaloríur 413 21%
Sykur 0g 0%
Fita 23g 33%
Hörð fita 9g 45%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Fiskur og grænmeti í humarostasósu
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér