Indverskur kjúklingaréttur
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 125 gr APRÍKÓSUR, þurrkaðar
 • 1 tsk CHILI, krydd
 • 1 msk MATAROLÍA
 • 0.5 tsk KARDIMOMMUFRÆ
 • 1 tsk EDIK, Hvítvíns-
 • 2 stk HVÍTLAUKSRIF
 • 1 msk ENGIFER
 • 1 stk CHILI Grænn
 • 250 gr HRÍSGRJÓN, BASMATI
 • 1 stk Tómatar
 • 0.5 tsk SALT, borðsalt
 • 25 gr RÚSÍNUR
 • 25 gr MÖNDLUR
 • 1 stk LAUKUR, hrár
 • 1.5 kg KJÚKLINGUR, með skinni, hrár
 • 1 tsk KANILL
 • 1 tsk cumin, kummin

Aðferð:

Skerið kjúklinginn í bita og hamflettið (Ísfugl selur kjúklinga líka í bitum).
Blandið salati og öllu þurrkryddi saman, nuddið í kjúklingabitana og látið bíða í ísskáp í a.m.k klukkutíma.

Sjóðið apríkósurnar í örlitlu vatni þar til þær eru orðnar mjúkar, a.m.k 5 mínútur.

Hitið olíuna á stórri pönnu. Skerið laukinn í þunnar sneiðar (hringi) og mýkið í olíunni, rífið engifer og saxið hvítlauk og bætið út í.

Bætið kjúklingbitunum út á pönnuna. Saxið tómata og bætið þeim við ásamt vínediki og örlitlu vatni. Látið réttinn malla undir loki í 30 mín. Eða þar til kjötið er orðið meyrt.

Afhýðið og saxið möndlurnar og ristið á þurri pönnu og bætið rúsínum samanvið í augnablik. Hellið nú niðurskornum apríkósum, möndlum og rúsínum yfir réttinn. Skolið og fjarlægið kjarnann úr græna chilipiparnum og saxið yfir réttinn.

Berið fram með hrísgrjónum                              

 

Kaloríur 975 49%
Sykur 0g 0%
Fita 54g 77%
Hörð fita 13g 65%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Indverskur kjúklingaréttur
Allegrini
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Allegrini
 • Tegund: Rósavín
 • Land: Ástralía
 • Lýsing: Frábært vín sem fordrykkur og hentar líka vel með léttum réttum, og svo auðvitað á sólpallinn.
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér