Í einu höggi-Lasagne Bautans
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 5 dl DRYKKJARMJÓLK, 0,5% fita, bragðbætt
 • 200 gr OSTUR, Rifinn
 • 1 tsk GRÆNMETISKRAFTUR
 • 2 msk TÓMATÞYKKNI / TÓMATPURE
 • 8 dl TÓMATAR, niðursoðnir
 • 1 tsk TÍMÍAN
 • 1 msk SALT, borðsalt
 • 3 tsk PIPAR, svartur
 • 1 kg NAUTAHAKK, nautgr 12-20% fita hrátt
 • 300 gr LAUKUR, hrár
 • 1 tsk HVÍTLAUKSDUFT
 • 100 gr GULRÆTUR, hráar
 • 1 tsk TABASCO

Aðferð:

Hakkið brúnað á pönnu, (hér má líka nota FORSTEIKTA HAKKIÐ).

Gulrætur og laukur skorið í teninga.

Allt sett í pott og soðið í u.þ.b. 30 mín.

 

Sósujafnari eftir smekk.

Mjólkin hituð rólega og osturinn bræddur í henni, kraftinum bætt í og sósan þykkt að smekk með sósujafnara.

 

Lasagnað útbúið í eldfast mót. Þunnt lag af kjötsósu í botninn, síðan lasagne blöð, síðan sósa og svo koll af kolli og ostur að síðustu Bakað í ofni í u.þ.b. 40 mín við u.þ.b. 200¨c.

 

Það er alveg upplagt að búa til svona kjötsósu úr einum 4-5 kg af nautgripahakki t.d. þegar það er á tilboði eða óvæntur tími gefst. Frysta svo sósuna tilbúna og grípa til hvort sem er í lasagne eða aðra rétti s.s. með hverskyns pasta. Þannig verða til margir réttir í einu.

 

Það má líka búa til tvo þrjá skammta af lasagne, einn til að borða í kvöld, hinir fara í frost og auðvitað verður dásamlegt að grípa til þeirra seinna.

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðu: http://kjot.is

Kaloríur 710 36%
Sykur 0g 0%
Fita 44g 63%
Hörð fita 19g 95%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Í einu höggi-Lasagne Bautans
Tommasi Amarone della Valpolicella Classico
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Tommasi Amarone della Valpolicella Classico
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Ítalía
 • Lýsing: Hér er á ferðinni það besta frá Tommasi að margra mati. Magnþrungið vín sem hefur ótrúlega fjölbreytilegt bragð og sérkenni. Ferlið við víngerðina...
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér