Ilmandi nautakrás sem mallar í ofni
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 1 stk GULRÓFUR, hráar
 • 4 stk GULRÆTUR, hráar
 • 5 stk KARTÖFLUR, hráar
 • 600 gr NAUTAGÚLLAS, hrátt
 • 1 stk PAPRIKA, blanda (græn, rauð, gul)
 • 1 stk TÓMATAR, niðursoðnir
 • 1 stk TÓMATÞYKKNI / TÓMATPURE
 • 200 gr BLANDAÐ SALAT
 • 1 stk LAUKUR, Rauð-

Aðferð:

Húðið eldfast mót með loki, grófbrytjið allt hráefnið og setjið í mótið ásamt kryddinu (Sítrónupipar, salt, hvítlaukur, ferskar kryddjurtir ef vill). Blandið vel saman. Strjúkið af börmum mótsins, lokið á og inn í 100°C heitan ofn.

Látið Nautakrásina malla í ofninum í 3-5 klukkutíma. Já, rétt, 3-5 klukkutíma við hundrað gráðu hita. Áætlið tímann með tilliti til magns, margir í mat stór uppskrift, lengri tími. Nautakrás er best með fersku salati og brauði eða hrísgrjónum og brauði.

Þessi réttur er kjörin um helgina, snarl í hádeginu og Nautakrásin útbúin um leið og gengið er frá eftir hádegismatinn. Eldfasta mótinu er svo stungið inn í ofninn svona milli tvö og þrjú, eða bara strax og ofnklukkan stillt. Gott nýtt brauð og ferskt salat bíða þín í næstu búð eða skápnum þínum. 

Berið ilmandi heitt eldfast mótið út að sumri ásamt meðlæti, ísköldu klakavatni með gúrkusneiðum í glærri hárri könnu og ef vill rauðvíni.

Munið að það þarf ekki nauðsynlega að standa yfir grillinu til að geta borðað úti, hvorki með fjölskyldunni eða þegar góðum vinum er boðið til köldverðar.

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðu: http://kjot.is

 

Kaloríur 150 8%
Sykur 0g 0%
Fita 2g 3%
Hörð fita 1g 5%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Ilmandi nautakrás sem mallar í ofni
La Habanera Kassavín
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • La Habanera Kassavín
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Spánn
 • Lýsing: Þetta vín hefur legið 6 mánuði á eik og er frábært með lambi og grillmat.
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér