Hakksteik í heilsugrilli
Uppskrift fyrir

Innihald:

  • 600 gr NAUTAHAKK, nautgr 12-20% fita hrátt
  • 2 tsk SEASON ALL

Aðferð:

Hitið heilsugrillið ykkar. Setjið hakkið í plastpoka og fletjið það út inni í pokanum með höndunum þar til það verður u.þ.b. 2 cm á þykkt og álíka stórt og steikarflöturinn á grillinu. Klippið þá pokann sundur á öllum hliðum, takið plastið ofan af og hvolfið hakkinu á grillið. Takið hinn helminginn af plastinu af, kryddið (krydd að eigin vali t.d hamborgarakrydd) og lokið grillinu og steikið í nokkrar mínútur uns tilbúið.  Þá er sniðugt að skera hakksteikin í nokkrar hæfilega stórar steikur á grillinu með tréhníf og raða síðan hakksteikunum á fat.

Einfalt fljótlegt, gott og heilsuvænt

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðu: http://kjot.is

 

Kaloríur 300 15%
Sykur 0g 0%
Fita 21g 30%
Hörð fita 8g 40%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Hakksteik í heilsugrilli
Tommasi Crearo Allegrini
  • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
  • Tommasi Crearo Allegrini
  • Tegund: Rauðvín
  • Land: Ítalía
  • Lýsing: Tommasi Crearo "Super Venetian" er magnað vín frá Tommasi og það eina sem komist hefur í flokkinn Super Venetian sem er svipaður flokkur og Super...
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
  • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér