Hakksamlokur með fyllingu
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 4 tsk BRAUÐ, hamborgarabrauð
 • 500 gr NAUTAHAKK, nautgr 12-20% fita hrátt
 • 0.5 tsk PIPAR, svartur
 • 2 dl RJÓMI
 • 0.5 tsk SALT, borðsalt
 • 1 stk SKINKA, brauðskinka, soðin
 • 1 stk Ostur, sneið-stór sneið, 17 % fita

Aðferð:

Hrærið saman nautahakki, kryddi (salt og pipar) og rjóma. Mótið nokkra “hamborgara hakkkökur" úr hakkinu, ekki hafa kökurnar of þykkar, bara svona eins og hamborgara á þykkt. (Það getur verið gott og snyrtilegt að nota smjörpappír við verkið) Leggið skinkusneið og þykka ostsneið ofan á aðra hverja hakkköku og leggið svo aðra hakkköku ofan á. Þannig verður til hakksamloka með osti og skinku í miðjunni.

 

Raðið hakksamlokunum í húðað eldfast mót og steikið við 200°c í ofni í u.þ.b. 30-40 mín. Tíminn fer eftir þykkt  samlokunnar.

 

Það er örugglega gott að setja rifin ost að eigin smekk ofan á hverja samloku síðustu mínúturnar.

 

Það er snjallt að útfær þennan rétt að smekk fjölskyldunnar velja t.d. ýmiskonar osta í fyllinguna, svo má prýða hverja samloku með papriku/lauk hringjum ef vill og hægt er að steikja sveppi, beikon eða grænmeti með í mótinu í ofninum.

 

Berið fram að eigin vali á pítubrauði, með salati og kartöflum eða á einföldu hamborgarbrauði með sósum.

 

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðu: http://kjot.is

Kaloríur 282 14%
Sykur 0g 0%
Fita 19g 27%
Hörð fita 8g 40%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Hakksamlokur með fyllingu
Marques Casa Concha Cabernet Sauvignon
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Marques Casa Concha Cabernet Sauvignon
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Chile
 • Lýsing: Marques Casa Concha Cabernet Sauvignon var eina vínið frá Chile sem komst í topp 100 hjá Wine Spector yfir bestu vín ársins 2002.
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér