Fiskur í tómatkryddsósu
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 2 msk BORÐSMJÖRLÍKI, 40% fita, meðaltal
 • 1 stk LAUKUR, Shallot-
 • 4 msk OSTUR, Rifinn
 • 2.5 stk BASIL
 • 600 gr ÞORSKUR, hrár
 • 400 gr TÓMATAR, niðursoðnir
 • 1 tsk SALT, borðsalt
 • 1 tsk PIPAR, svartur
 • 1 stk PAPRIKA, rauð
 • 1 stk PAPRIKA, græn
 • 0.5 dl HEILHVEITI
 • 1.5 dl HAFRAMJÖL
 • 0.5 dl TABASCO

Aðferð:

Tómatkryddsósa:

1. Saxið paprikur og lauk.
2. Sjóðið saman tómata, paprikur, lauk, basilikum og tabasco-sósu þar til sósan hefur þykknað (15-20 mínútur).

Fiskur:

3. Skerið fiskinn í stór stykki og raðið þeim í smurt, ofnfast mót.
4. Hellið sósunni yfir fiskinn.

Deig:

5. Blandið saman haframjöli, heilhveiti, salti og pipar.
6. Saxið smjörlíkið saman við mjölið og hrærið ostinn saman við.
7. Sráið mjölblöndunni yfir fiskinn.
8. Bakið við 175°C í 20 mínútur eða þar til rétturinn er orðinn gulbrúnn.

Þú ræður hvaða fisk þú notar en við mælum með ýsu eða þorski.

Kaloríur 222 11%
Sykur 0g 0%
Fita 7g 10%
Hörð fita 3g 15%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Fiskur í tómatkryddsósu
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér