Kjúklingabringur með bragðsterkr...
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 30 gr HNETUSMJÖR
 • 250 gr TÓMATKRAFTUR
 • 2 msk KORIANDER
 • 2.5 dl KJÚKLINGASOÐ
 • 3 stk HVÍTLAUKSRIF
 • 2.5 dl HRÍSGRJÓN, BASMATI
 • 30 gr SÚKKULAÐI, suðusúkkulaði
 • 1 msk SESAMFRÆ, án hýðis
 • 40 gr RÚSÍNUR
 • 1 tsk PIPAR, svartur
 • 1 msk ÓLÍFUOLÍA
 • 50 dl MÖNDLUR
 • 1 stk LAUKUR, hrár
 • 1 stk KÚRBÍTUR, hrár
 • 600 gr Kjúklingabringur, án skinns
 • 1 tsk CHILI, krydd

Aðferð:

Hitið grillið í ofninum. Merjið hvítlauk og saxið lauk. Fræhreinsið chilipipar og saxið smátt. Brjótið súkkulaðið í litla bita. Ristið sesamfræin á pönnu.

Grillið kjúklingabringurnar í heitum ofni í 20 - 30 mínútur.
Hitið olíu á pönnu og mýkið lauk og hvítlauk á meðalhita. Bætið chilipipar og rúsínum saman við og steikið í 2 mínútur. Bætið möndlum og hnetusmjöri saman við og steikið áfram í 2 mínútur.
Setjið allt í matvinnsluvél og búið til mauk. Síðan er maukið aftur sett á pönnuna. Tómatkrafti og kjúklingasoði bætt saman við ásamt allrahanda.

Látið suðuna koma upp og leyfið sósunni að malla við lágan hita.
Bætið súkkulaðinu saman við sósuna, látið bráðna við vægan hita eða bræðið það í örbylgjuofni og blandið vel saman við sósuna. Dreifið sósunni yfir bringurnar með skeið. Stráið sesamfræjum yfir réttinn ásamt fersku kóríander.

Berið fram með hrísgrjónum og steiktum eða grilluðum kúrbítssneiðum.

 

Kaloríur 1116 56%
Sykur 4g 4%
Fita 81g 116%
Hörð fita 9g 45%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Kjúklingabringur með bragðsterkri sósu
Wyndham Bin 333 Pinot Noir
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Wyndham Bin 333 Pinot Noir
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Ástralía
 • Lýsing: Vínið er ljúffeng flétta af sætum rauðum berjum, kirsuberjum og jarðarberjum. Létt eik með vott af kanil sem spilar frábærlega með ávaxtaríku...
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér