Gúllassúpan hennar Gunnu
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 1 kg KARTÖFLUR, hráar
 • 10 dl Vatn
 • 1 stk TÓMATÞYKKNI / TÓMATPURE
 • 3 stk Tómatar
 • 1 tsk SALT, borðsalt
 • 0.5 tsk PIPAR, svartur
 • 3 stk PAPRIKA, blanda (græn, rauð, gul)
 • 1 kg NAUTAGÚLLAS, hrátt
 • 3 stk LAUKUR, hrár
 • 1 stk KJÖTKRAFTUR

Aðferð:

Steikið kjötibitana á pönnu og sjóðið kartöflurnar í 30 mínútur. Saxið allt niður í bita og setjið allt sem er í uppskriftinni í pott (einnig salt, pipar, kjötkraft) og sjóðið í a.m.k. einn klukkutíma. Frábært að elda fyrir fram og eiga tilbúna kvöldið eftir, munið bara að láta súpuna kólna í íláti án loks og geyma síðan í lokuðu íláti í ísskápnum.

Best með ískaldri mjólk í glasi og grófri brauðsneið í hendi, njótið.

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðu: http://kjot.is

 

 

Kaloríur 424 21%
Sykur 0g 0%
Fita 4g 6%
Hörð fita 1g 5%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Gúllassúpan hennar Gunnu
Jacob
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Jacob's Creek Reserve Shiraz
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Ástralía
 • Lýsing: Þetta vín smellpassar með grilluðu kjöti, villibráð og öðru bragðmiklu kjöti. Magnað með hörðum ostum.
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér