FÖLDU EPLIN ? nautahakk með stíl
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 3 dl DRYKKJARMJÓLK, 0,5% fita, hrein
 • 1 stk EGGJAHVÍTUR
 • 2 msk BRAUÐRASP
 • 1 dl Vatn
 • 600 gr NAUTAHAKK, nautgr 12-20% fita hrátt
 • 1 stk LAUKUR, hrár
 • 4 msk HVEITI
 • 3 stk EPLI
 • 2 stk EGG, hænuegg, hrá
 • 1 dl TÓMATSÓSA

Aðferð:

Eplin afhýdd og skorin í sneiðar og sett í húðað eldfast mót. Brúnið laukinn, blanda saman hveiti, raspi, eggjum, lauk, salti, pipar og síðast mjólk.

Setja hakkið út í þessa blöndu og hræra saman og hella yfir eplin. Pensla með eggjahvítu og strá raspi yfir. Eða hugsanlega góðum osti.

Baka í ofni við 175°C hita í 45 mín. Blanda saman vatninu og tómatsósunni og hella yfir á ca. 10 mín. fresti, svona í þremur fjórum skömmtum meðan á bakstrinum stendur. 

Má bera fram með hverju sem er, kartöflustöppu, grænmeti, pasta, salati, o.sv.frv.

þessi uppskrift er fengin af heimasíðu: http://kjot.is

 

 

Kaloríur 384 19%
Sykur 1g 1%
Fita 21g 30%
Hörð fita 8g 40%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
FÖLDU EPLIN – nautahakk með stíl
Marques Casa Concha Cabernet Sauvignon
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Marques Casa Concha Cabernet Sauvignon
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Chile
 • Lýsing: Marques Casa Concha Cabernet Sauvignon var eina vínið frá Chile sem komst í topp 100 hjá Wine Spector yfir bestu vín ársins 2002.
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér