Forsteiktur nautapottur/gúllas
Uppskrift fyrir

Innihald:

  • 600 gr NAUTAKJÖT, millifeitt, steikt
  • 1 tsk SALT, borðsalt
  • 100 ml Vatn
  • 1 stk KJÖTKRAFTUR

Aðferð:

Það er snjallt að kaupa nautakjöt í pottrétt/ gúllas, þegar það er á góðu verði eða kokkur heimilisins hefur góðan tíma og forsteikja og sjóða í nokkrar máltíðir.

 

Brúnið kjötbitana ókryddaða við meðal háan hita á pönnu. Einnig má  brúna kjötið í húðaðri ofnskúffu í ofni. Setjið kjötið svo í pott, nú eða potta,  með vatni, salti og nautakjötskrafti. Sjóðið mildilega í 20 mínútur. Látið kjötið kólna alveg í pottinum í soðinu. Pakkið í góð frystibox og gætið þess að soðið fljóti alveg yfir kjötið í pakkningunni, bætið við soði ef þarf, og setjið svo pakkningarnar í frost.

 

Þegar að því kemur að bera réttin á borð má bæta í pottinn kryddi, grænmeti, baunum eða hverju sem kokknum dettur í hug. Búið er að sjóða kjötið þannig að það á að vera nóg er að setja það í pott, láta suðuna koma upp og kjötið malla í pottinum smá stund, krydda, bæta og þykkja sósuna eftir því sem hver kýs.


Þessi uppskrift er fengin af heimasíðu:http://kjot.is

Kaloríur 275 14%
Sykur 0g 0%
Fita 14g 20%
Hörð fita 6g 30%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Forsteiktur nautapottur/gúllas
Marquez de Arienzo Reserva
  • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
  • Marquez de Arienzo Reserva
  • Tegund: Rauðvín
  • Land: Spánn
  • Lýsing: Gott með ljósu og rauðu kjöti, grillsteikum og villibráð.
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
  • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér