Bautasneið - fille öðruvísi með ...
Uppskrift fyrir

Innihald:

  • 1 stk BLAÐLAUKUR, hrár
  • 4 stk BRAUÐ, franskbrauð
  • 600 gr NAUTAHRYGGVÖÐVI (FILE) m fitu hrár
  • 8 stk SVEPPIR, hráir

Aðferð:

Kjötið er skorið í u.þ.b. 150 gr bita - skipt í 4 steikur - og barið út með buffhamri, frekar þunnt u.þ.b. 0,5 cm á þykkt.

Steikið lauk og sveppi á pönnu og kryddið með salti og pipar.

Steikið kjötið á pönnu, kryddið með salti og piparmixi.

Nú er galdurinn sá að setja kjötsneiðina ofan á brauðsneiðina og laukinn og sveppina þar ofan á. Þessi réttur er marg, marg reyndur á Bautanum og alltaf jafn vinsæll en með honum er að mati kokka Bautans nauðsynlegt að hafa Bernaissósu og helst franskar og grænmeti að eigin vali.

Þessi uppskrift er tekin af heimasíðu: http://kjot.is

Kaloríur 326 16%
Sykur 0g 0%
Fita 23g 33%
Hörð fita 10g 50%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Bautasneið - fille öðruvísi með reynslu
  • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér