Afmælis hakkbaka fyrir hóp
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 6 stk LAUKUR, hrár
 • 1 dl TÓMATKRAFTUR
 • 2 stk SMJÖRDEIG
 • 600 gr OSTUR, Rifinn
 • 200 gr SKINKA, Parma-
 • 3 tsk OREGANO
 • 800 gr TÓMATAR, niðursoðnir
 • 2 tsk SALT, borðsalt
 • 1 dl RAUÐVÍN
 • 1.5 tsk PIPAR, svartur
 • 1500 gr NAUTAHAKK, nautgr 12-20% fita hrátt
 • 2 stk NAUTAKJÖTSTENINGAR

Aðferð:

Steikið hakkið á pönnu eða í ofnskúffu. Steikið laukinn og setjið hakk, lauk, tómata, tómatkraft og kjötkraft í pott og sjóðið í 30 mín, kryddið (Pipar, salt og kryddmix að eigin vali).

Bætið rauðvíni, skinku í sjóðið áfram í 10 mín. Spreyið 2-3 eldföst mót að innan með pam spreyi eða smyrjið með olíu. Breiðið deigið út og setjið í eldföstu mótin, geymið hluta af deiginu til að setja í skraut ofan á bökurnar. Bakið deigið eitt og sér í ofni við 200°c í 10 mínútur.  Gefið hakkblöndunni tækifæri til að kólna á meðan. Setjið hakkblönduna í mótin og gangið frá deiginu ofan á eftir smekk, ræmur, götótt lok eða stafir, stráið ostinum (Pizzaostinum) yfir. Bakið neðst í ofninum við 200¨c í 20-30 mínútur.

Þessi nautahakksbaka er kjörin gestaréttur en einnig upplögð til að matreiða fyrir fram og geyma í frosti í nokkrum eldföstum mótum.

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðu: http://kjot.is

Kaloríur 1310 66%
Sykur 0g 0%
Fita 86g 123%
Hörð fita 39g 195%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Afmælis hakkbaka fyrir hóp
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér