Beikonbakan besta -hakkréttur
Uppskrift fyrir

Innihald:

  • 300 gr BEIKON, hrátt
  • 1 stk LAUKUR, hrár
  • 800 gr NAUTAHAKK, nautgr 12-20% fita hrátt
  • 1 stk PAPRIKA, rauð
  • 100 gr SVEPPIR, hráir
  • 1 stk SVEPPASÚPA, í bréfi

Aðferð:

Hakkið er brúnað á pönnu og látið í eldfast mót eða notað forsteikt hakk. Má krydda með Season-All, salti og pipar en athugið að sósan er bragðmikil og kryddið því ekki nauðsynlegt.


Laukurinn, paprikan, sveppirnir og beikonið brúnað og sett yfir hakkið. Þá er komið að sósunni en hún á að vera þykk. Smjör er brætt í potti og súpuduftinu, sem er notað hér sem aðalefni í sósuna, hellt saman við og þynnt út með mjólk. Sósunni er hellt yfir hakkið og grænmetið og ostur settur yfir. Má matreiða í tvöföldu magni og geyma annan hlutann tilbúinn í formi í frosti og hita upp síðar.

 

Bakað í ofni við 200° í 30- 40 mínútur.

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðu: http://kjot.is

 

 

Kaloríur 685 34%
Sykur 0g 0%
Fita 55g 79%
Hörð fita 22g 110%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Beikonbakan besta -hakkréttur
  • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér