Baka úr Borgarfirði
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 1 stk EGG, hænuegg, hrá
 • 1 stk EPLI
 • 1 stk GULRÆTUR, hráar
 • 1 stk KARTÖFLUR, hráar
 • 1 stk LAUKUR, hrár
 • 600 gr NAUTAHAKK, nautgr 12-20% fita hrátt
 • 1 dl RJÓMI, matreiðslurjómi
 • 3 msk SINNEP
 • 3 msk TÓMATSÓSA

Aðferð:

Hrærið saman hakk, egg , tómatsósu, krydd (salt,piparmix), gulrót (rifin), epli(rifið), kartöflu(rifin) og mjólk. Mótið köku eða lengju úr farsinu og setjið í  húðað langt form eða eldfast mót.  Ef vill má strá brauðraspi yfir eða toppa réttinn með osti skömmu áður en hann er fullbakaður. Steikið í ofni við 200°c í 40-50 mín, tíminn fer eftir þykkt nautabökunnar.

 

Þessa nautaböku er kjörið að útbúa í 2-4 form eða mót í einu og baka allar í ofninum í einu. Borða eina böku strax og hún er tilbúin en pakka hinum þegar þær hafa náð að kólna og geyma þær tilbúnar í frosti, hita svo seinna í örbylgjuofni eða ofni. 

Uppskriftin hefur líka þann kost að matreiðslan fer fram næstum klukkustund fyrir máltíðina, þá má líka útbúa salat og ef vill, kartöfluböku sem líka fer í ofninn. Kokkur heimilisins hefur því góðan tíma til að skipta um föt, fara í sturtu eða hvað sem vill fyrir máltíðina.

 

Uppruni: Helgavatnsbúið Borgarfirði


Þessi uppskrift er fengin af heimasíðu: http://kjot.is

 

 

Kaloríur 326 16%
Sykur 3g 3%
Fita 21g 30%
Hörð fita 9g 45%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Baka úr Borgarfirði
Jacob
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Jacob's Creek Johann Shiraz Cabernet
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Ástralía
 • Lýsing: Ómótstæðilegur gullmoli frá Jacob´s Creek. Glæsileg uppbygging víns þar sem einungis sérvalin ber eru notuð, þrúgurnar Shiraz og Cabernet ná...
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér