Kjúklingabringur Orvieto
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 1 stk HVÍTLAUKUR, hrár
 • 4 stk Kjúklingabringur, án skinns
 • 1.5 msk ÓLÍFUOLÍA
 • 0.5 tsk PIPAR, svartur
 • 0.5 tsk SALT, borðsalt
 • 2 stk KARTÖFLUR, Bökunar-
 • 100 gr OLÍFUR, svartar
 • 2 stk FENNEL FRÆ
 • 50 gr KJÚKLINGALIFUR

Aðferð:

Hvítlaukurinn er tekinn í sundur og soðinn þar til hann er mjúkur. Kartöflurnar eru skornar í stóra teninga, soðnar og síðan látnar kólna. Skerið fennel gróft og setjið á álpappír. Kryddið með salti, pipar og ólívuolíu. Bakið í 20 mín. í 200 gráðu heitum ofni.

Því næst er kjúklingalifrin steikt í olíu, kartöflunum, ólífum, hvítlauk og fennel bætt saman við og þetta steikt saman í 5 mín. Að lokum eru kjúklingabringurnar steiktar og settar á diska. Bætið meðlætinu ofaná.

Uppskrift: Jonathan Ricketts                                              

 

Kaloríur 110 6%
Sykur 0g 0%
Fita 6g 9%
Hörð fita 1g 5%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Kjúklingabringur Orvieto
Marquez de Arienzo Reserva
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Marquez de Arienzo Reserva
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Spánn
 • Lýsing: Gott með ljósu og rauðu kjöti, grillsteikum og villibráð.
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér