Cajun kjúklingur með appelsínu-s...
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 1 tsk HVÍTLAUKSDUFT
 • 1 tsk LAUKDUFT
 • 1 tsk CAYENNE PIPAR
 • 1 tsk BASIL
 • 0.5 tsk TÍMÍAN
 • 0.5 tsk SALT, borðsalt
 • 0.5 tsk PIPAR, svartur
 • 1 tsk PAPRIKUDUFT
 • 2 msk ÓLÍFUOLÍA
 • 4 stk Kjúklingabringur, án skinns
 • 1 tsk PIPAR, hvítur

Appelsínu-sinnepssósa::

 • 2.25 dl MARMELAÐI
 • 6 msk SINNEP, Dijon

Aðferð:

Bankið kjúklingabringurnar mjúklega, þangað til þær eru u.þ.b. 1 ½ sm að þykkt. Blandið saman í skál Cajun kryddblöndunni með því að blanda saman paprikuduftinu,hvíta piparnum, laukduftinu, hvítlauksduftinu, cayenne piparnum, basil, svörtum pipar, timian og salti.
Kryddið kjúklingabringurnar með blöndunni og látið standa í ísskáp í 30 mínútur.

Setjið olíuna á meðalheita pönnu. Bætið kjúklingabringunum við og brúnið í u.þ.b. 5 –6 mínútur eða þangað til að hægt er að stinga þær auðveldlega með gaffli.
Bætið appelsínu-sinneps sósunni á pönnuna og hækkið hitann þangað til sósan byrjar að sjóða. Berið fram með hrísgrjónum.

 

 

sósa:

Blandið saman í potti 1 ½ bolla appelsínu marmelaði og 6 msk af Dijon sinnepi. Látið malla á lágum hita, hrærið af og til þangað til allt hefur bráðnað vel saman.

 

Kaloríur 169 8%
Sykur 12g 13%
Fita 10g 14%
Hörð fita 1g 5%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Cajun kjúklingur með appelsínu-sinnep sósu
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér