Fylltar kjúklingabringur
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 2 stk EGG, hænuegg, hrá
 • 4 stk Kjúklingabringur, án skinns
 • 50 gr OSTUR, rjómaostur, 22% fita
 • 1 tsk SALT, borðsalt
 • 4 msk BRAUÐRASP
 • 50 gr GRÁÐOSTUR
 • 5 stk HVÍTLAUKSRIF
 • 1 tsk PIPAR, Sítrónu-

Aðferð:

Fletjið úrbeinaðar kjúklingabringurnar þunnt með buffhamri. Blandið saman rjómaostinum og gráðostinum. Setjið 25 grömm af ostablöndunni á hverja kjúklingabringu og brjótið þétt saman um miðju. Hrærið eggin og setjið kryddið út í.

Veltið bringunum upp úr eggjum og raspi. Steikið í olíunni þangað til að þær eru fallega brúnar beggja megin. Berið fram með kryddsmjöri og fersku salati.

Þessi uppskrift er frá Kristni Gunnarssyni, matreiðslumeistara.       

Kaloríur 134 7%
Sykur 1g 1%
Fita 7g 10%
Hörð fita 4g 20%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Fylltar kjúklingabringur
Jacob
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Jacob's Creek Shiraz - Cabernet Sauvignon
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Ástralía
 • Lýsing: Jacob´s Creek Shiraz Cabernet er vín sem hefur fyrir löngu sannað gildi sitt og er eitt vinsælasta vín frá Ástralíu hérlendis. Gott eitt og sér en...
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér