Fiskur í kryddsósu
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 1 stk BLAÐLAUKUR, hrár
 • 2 msk TÍMÍAN
 • 4 dl Vatn
 • 250 gr HRÍSGRJÓN, BASMATI
 • 1 tsk FISKTENINGAR
 • 1 stk HVÍTLAUKSRIF
 • 2 tsk OREGANO
 • 100 gr RÆKJUR
 • 250 gr BRAUÐ, snittu-
 • 250 gr SPERGILKÁL, hrátt
 • 30 ml SÍTRÓNUSAFI, hreinn
 • 20 gr DILL, þurrkað
 • 2 dl HVÍTVÍN, þurrt
 • 600 gr ÝSA, hrá
 • 1 msk ÓLÍFUOLÍA
 • 1 stk PAPRIKA, rauð
 • 1 tsk PIPAR, svartur
 • 1 tsk RÓSMARÍN, grein
 • 1 tsk SALT, borðsalt
 • 2 msk TÓMATKRAFTUR

Aðferð:

 1. Hitið ofninn í 180°C. Skerið fiskinn í strimla. Fræhreinsið paprikur og skerið í strimla. Skerið blaðlauk í sneiðar.
 2. Hitið olíu í potti. Merjið hvítlauksrif og mýkið í olíunni. Bætið blaðlauk, papriku og spergilkáli saman við og mýkið aðeins.
 3. Hellið vatni og hvítvíni (mysu) yfir og bætið fiskteningnum út í. Blandið tómatkrafti saman við ásamt kryddi. Látið suðuna koma upp. Þykkið sósuna með sósujafnara.
 4. Raðið ýsubitunum í eldfast mót, kreistið sítrónusafa yfir. Hellið síðan sósunni yfir og bakið í 180°C heitum ofninum í 5-10 mínútur, allt eftir þykkt ýsubitanna. Dreifið rækjum yfir og skreytið með fersku dilli.


Berið fram með brauði og hrísgrjónum.

Hægt er að nota ýmsar fisktegundir t.d. þorsk eða steinbít.
Þú getur líka notað mysu í stað hvítvíns.

Kaloríur 400 20%
Sykur 0g 0%
Fita 7g 10%
Hörð fita 1g 5%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Fiskur í kryddsósu
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér