Thailenskur kjúklingur á hrísgrj...
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 2.5 dl HRÍSGRJÓN, hvít, póleruð, hrá
 • 25 ml SÓSA, Teriaky
 • 1 msk SÓSUJAFNARI
 • 3 msk HNETUR, Cashew
 • 10 stk SVEPPIR, hráir
 • 1.5 dl SPERGILKÁL, hrátt
 • 2 stk PAPRIKA, blanda (græn, rauð, gul)
 • 1 stk LAUKUR, hrár
 • 600 gr KJÚKLINGUR, með skinni, ofnsteiktur
 • 1 msk HVÍTLAUKUR, hrár
 • 3 msk SESAMOLÍA

Aðferð:

ATH! Í þennan rétt þarf 3 msk af hnetusósu!

 

Sjóðið 1 bolla af hrísgrjónum. Hitið steikarpönnu vel (wok pönnu ef þið eigið), setjið olíuna á heita pönnuna og passið að hún þekji botn pönnunar vel. Setjið hvítlaukinn og grænmetið á pönnuna, eldið í 2 mínútur og hrærið vel í á meðan.

Takið grænmetið af pönnunni eða ýtið því að köntunum og setjið kjúklinginn á miðja pönnuna. Eldið í 4 mínútur eða þangað til kjúklingastrimlarnir eru ljósbrúnir og eldaðir í gegn. Hrærið af og til í öllu meðan á steikingunni stendur.

Blandið saman teriyaki sósu og sósujafnara/kartöflumjöli í litla skál, hrærið í með gaffli þangað til efnin hafa blandast vel saman.

Hrærið saman við kjúklinginn og grænmetið á pönnunni ásamt hnetusósu ( 3 msk ). Eldið í 2 – 3 mínútur til viðbótar, á þeim tíma þykknar sósan. Hrærið vel í á meðan.

Berið fram ofan á hrísgrjónunum og fersku grænmeti skornu í bita. Skreytið með hnetum.

 

Kaloríur 579 29%
Sykur 2g 2%
Fita 42g 60%
Hörð fita 10g 50%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Thailenskur kjúklingur á hrísgrjónabeði
Marquez de Arienzo Reserva
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Marquez de Arienzo Reserva
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Spánn
 • Lýsing: Gott með ljósu og rauðu kjöti, grillsteikum og villibráð.
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér