Grískur skyndibiti
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 3 msk ÓLÍFUOLÍA
 • 1 tsk SEASON ALL
 • 0.5 stk LAUKUR, Rauð-
 • 2 stk Tómatar
 • 3 msk SMJÖR, sérsaltað
 • 0.5 tsk SALT, borðsalt
 • 4 stk PÍTUBRAUÐ, án fyllingar
 • 0.5 tsk PIPAR, svartur
 • 0.25 tsk PAPRIKUDUFT
 • 350 gr Lambafille, fulleldað

Aðferð:

Kjötið skorið í teninga, 2-2 ½ cm á kant, sett í skál og ólífuolíu(hvítlauksolíu), lambakryddi(season all), pipar og salti hrært saman við og látið standa, gjarnan í nokkrar klukkustundir í kæli. Grillið í ofninum hitað og bökunarplata klædd með álpappír. Kjötbitarnir þræddir upp á teina, settir á plötuna og grillaðir efst í ofninum í 8-10 mínútur, eða þar til kjötið er steikt í gegn; snúið öðru hverju. Á meðan kjötið grillast er smjörið brætt og paprikudufti, pipar og salti og e.t.v. örlitlu lambakryddi eða oregano hrært saman við. Efri hlið brauðanna pensluð vel með smjörinu og þeim síðan raðað á grind eða bökunarplötu. Þegar búið er að grilla kjötið er brauðunum brugðið undir heitt grillið þar til þau eru farin að taka lit. Brauðin eru svo opnuð og fyllt með salatblöðum, kjötbitum og grænmeti og afganginum af smjörinu e.t.v. dreypt yfir. Borið fram t.d. með tzatziki eða annarri kaldri jógúrt- eða skyrsósu.

 

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðunni: www.lambakjot.is

Kaloríur 310 16%
Sykur 0g 0%
Fita 26g 37%
Hörð fita 8g 40%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Grískur skyndibiti
Marquez de Arienzo Reserva
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Marquez de Arienzo Reserva
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Spánn
 • Lýsing: Gott með ljósu og rauðu kjöti, grillsteikum og villibráð.
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér