Soðið rauðkál
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 2 stk EPLI
 • 0.5 tsk PIPAR, svartur
 • 1 kg RAUÐKÁL, hrátt
 • 0.5 tsk SALT, borðsalt
 • 3 msk SYKUR, STRÁSYKUR
 • 400 ml Vatn
 • 3 msk RIFSBERJAHLAUP
 • 2 msk Edik, rauðvíns

Aðferð:

Rauðkálið þvegið og snyrt og síðan skorið í mjóar ræmur. Eplin afhýdd, kjarnhreinsuð og skorin í bita og kálið og eplin sett í nokkuð stóran pott. Vatninu hellt yfir ásamt edikinu, hitað að suðu og látið malla við hægan hita í um hálftíma, eða þar til kálið er vel meyrt. Sykri og rifsberjahlaupi bætt í pottinn ásamt svolitlum pipar og salti og látið malla í nokkrar mínútur í viðbót. Smakkað og bragðbætt með rifsberjahlaupi eða ediki eftir smekk.

 

 

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðunni: www.lambakjot.is

Kaloríur 104 5%
Sykur 11g 12%
Fita 1g 1%
Hörð fita 0g 0%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Soðið rauðkál
Raimat Chardonnay
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Raimat Chardonnay
 • Tegund: Hvítvín
 • Land: Spánn
 • Lýsing: Gott með laxi, frekar feitum fiski og kjúklingi. Þeir sem eru ekki hrifnir af eikuðum vínum hafa fundið eitthvað við sitt hæfi í Raimat Chardonnay.
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér