Fiskipottréttur með karrí
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 0.5 dl DILL, þurrkað
 • 2 stk Tómatar
 • 1 dl STEINSELJA
 • 2 msk SMJÖR
 • 1 tsk SALT, borðsalt
 • 1 tsk PIPAR, svartur
 • 450 gr ÝSA, hrá
 • 1 stk LAUKUR, hrár
 • 6 stk KARTÖFLUR, hráar
 • 1 tsk KARRÍ, duft
 • 2 stk GULRÆTUR, hráar
 • 1.5 dl Vatn

Aðferð:

 1. Smjörið er brætt og látið sjóða með karríinu.
 2. Ýsan er sett roðlaus í bitum í pottinn.
 3. Laukur er skorinn í hringi, kartöflur og gulrætur í sneiðar, tómatar í bita og allt sett í pottinn.
 4. Kryddið með salti og pipar og setjið vatnið út í.
 5. Látið malla á mjög lágum hita í 20-30 mín.
 6. Borið fram með dilli og steinselju ofan á.
Kaloríur 164 8%
Sykur 0g 0%
Fita 8g 11%
Hörð fita 4g 20%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Fiskipottréttur með karrí
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér