Fiskisúpa með grænmeti
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 1 stk BLAÐLAUKUR, hrár
 • 2 msk OLD BAY KRYDD
 • 3 stk FISKTENINGAR
 • 0.5 tsk BASIL
 • 1.5 dl Vatn
 • 3 stk SELLERÍ, stilksellerí
 • 0.5 tsk PIPAR, svartur
 • 2 stk PAPRIKA, rauð
 • 2 stk PAPRIKA, græn
 • 100 gr OSTUR, rjómaostur, 22% fita
 • 5 dl MYSA
 • 1 kg ÝSA, hrá
 • 10 stk KARTÖFLUR, hráar
 • 6 stk GULRÆTUR, hráar
 • 250 gr BRAUÐ, dökk hveitibrauð
 • 250 gr RÆKJUR

Aðferð:

 1. Setjið vatn, mysu, fiskteninga og rjómaost í pott og látið suðuna koma upp.
 2. Skerið paprikur, gulrætur, kartöflur, sellerí og blaðlauk í litla bita, látið það í pottinn og sjóðið í 15 mínútur.
 3. Kryddið með basilikum og Old Bay eða öðru fiskikryddi.
 4. Roðflettið fiskinn og skerið litla bita.
 5. Bætið fiskinum í pottinn og sjóðið við vægan hita í þrjár mínútur.
 6. Setjið rækjurnar í súpuna rétt áður en hún er borin fram.
 7. Kryddið með pipar og basilikum eftir smekk.


Meðlæti:
Berið fram með grófu brauði

Kaloríur 490 24%
Sykur 0g 0%
Fita 11g 16%
Hörð fita 4g 20%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Fiskisúpa með grænmeti
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér