Tómat-karríréttur
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 800 gr LAMBALÆRI, fitusnyrt, hrátt
 • 150 ml KÓKOSMJÓLK
 • 2 stk HVÍTLAUKSRIF
 • 0.25 stk ENGIFER
 • 200 gr BLANDAÐ SALAT
 • 250 gr HRÍSGRJÓN, BASMATI
 • 400 gr TÓMATAR, niðursoðnir
 • 1 tsk SALT, borðsalt
 • 1 stk PAPRIKA, rauð
 • 1 stk PAPRIKA, græn
 • 2 msk ÓLÍFUOLÍA
 • 1 stk LAUKUR, hrár
 • 3 msk KARRÍ, Madras

Aðferð:

Ath! aðeins er sett 3-5 sm bútur af engifer!Kjötið fituhreinsað að mestu og skorið í gúllasbita.
Olían hituð í potti og laukurinn látinn krauma í henni í nokkrar mínútu. Hvítlauk og engifer bætt út í og steikt í um 2 mínútur í viðbót. Þá er karrímauki og salti hrært saman við, látið malla í nokkrar mínútur og hrært oft á meðan.
Kjötið sett út í og hrært vel.
Tómötunum bætt í pottinn ásamt vökvanum úr dósinni, hitinn hækkaður og þegar sýður er hann lækkaður aftur og látið malla í 10-15 mínútur. Þá er papriku og kókosmjólk hrært saman við, lok sett á pottinn og látið malla við mjög vægan hita í um 1 klst.
Hrært öðru hverju og svolitlu vatni bætt við ef uppgufun verður mikil svo að sósan brenni ekki við.
Borið fram með hrísgrjónum og/eða grænu salati.Þessi uppskrift er fengin af heimasíðunni: www.lambakjot.is
Kaloríur 662 33%
Sykur 2g 2%
Fita 40g 57%
Hörð fita 19g 95%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Tómat-karríréttur
Sunrise Cabernet Sauvignon
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Sunrise Cabernet Sauvignon
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Chile
 • Lýsing: Hentar með öllu kjöti, pastaréttum og ostum. Hefur farið sigurför um landið undanfarin ár og ekkert lát virðist vera á vinsældum þessa frábæra víns.
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér