Svarti sauðurinn
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 2 msk HVEITI
 • 100 gr ólífumauk, svart
 • 1 kg SÚPUKJÖT, lamba
 • 200 ml Vatn
 • 0.5 tsk TÍMÍAN
 • 1 tsk SYKUR, STRÁSYKUR
 • 1 tsk SALT, borðsalt
 • 1 stk RÓSMARÍN, grein
 • 0.5 tsk PIPAR, svartur
 • 1 msk ÓLÍFUOLÍA
 • 1 stk Kartöflumús, Tilbúin í bréfum.

Aðferð:

Fituhreinsið kjötið eftir þörfum og skerið það e.t.v. í minni bita. Veltið því upp úr hveiti blönduðu pipar og salti. Hitið olíuna í þykkbotna potti og brúnið kjötið á öllum hliðum. Hrærið saman ólífumauk og vatn og hellið yfir. Bætið tímíani og rósmaríni í pottinn, leggið lok yfir og látið malla við mjög hægan hita í um 1 1/2 klst. Snúið bitunum e.t.v. einu sinni eða tvisvar og bætið svolitlu vatni í pottinn ef þarf en vökvinn á ekki að vera mikill og það á ekki að fljóta yfir bitana. Smakkið sósuna, bragðbætið hana e.t.v. með sykri, og berið kjötið síðan fram með kartöflustöppu.

 

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðunni: www.lambakjot.is

Kaloríur 908 45%
Sykur 1g 1%
Fita 70g 100%
Hörð fita 34g 170%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Svarti sauðurinn
Wyndham Bin 555 Shiraz
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Wyndham Bin 555 Shiraz
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Ástralía
 • Lýsing: Frábært með nautasteikinni en einnig gott með lambi og villibráð. Sérlega gott með kröftugum grillmat. Shiraz er að verða ein vinsælasta þrúgan á...
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér