Skyrmarinerað lambalæri
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 2.5 kg LAMBALÆRI, fitusnyrt, hrátt
 • 6 stk HVÍTLAUKSRIF
 • 4 msk TÓMATÞYKKNI / TÓMATPURE
 • 1 msk TÍMÍAN
 • 1 tsk SYKUR, STRÁSYKUR
 • 200 ml SKYR
 • 1 tsk SALT, borðsalt
 • 100 ml RAUÐVÍN
 • 0.5 tsk PIPAR, svartur
 • 4 msk ÓLÍFUOLÍA
 • 2 stk LÁRVIÐARLAUF

Aðferð:

Lambalærið fitusnyrt vel og djúpir en stuttir skurðir gerðir í það á allmörgum stöðum. Best er að fjarlægja mjaðmarbeinið en það er þó ekki nauðsynlegt. Skyr og tómatþykkni þeytt saman, helst í matvinnsluvél, og síðan er víni og olíu þeytt saman við smátt og smátt ásamt hvítlauk, lárviðarlaufum, timjani, sykri, salti og pipar. Blöndunni er svo núið á lærið og vel inn í rifurnar. Lærið sett á fat, plast breitt yfir og látið standa í kæli í sólarhring. Þá er ofninn hitaður í 200 gráður. Lærið sett í eldfast fat, lok lagt yfir eða álpappír breiddur yfir, og steikt í um 45 mínútur. Þá er lærið fært yfir á grind sem höfð er ofan á ofnskúffu og steikt áfram í 45 mínútur, eða eftir smekk, en steikarsoðið úr upprunalega steikarfatinu síað, sett í pott og látið sjóða niður nokkuð vel. Þegar lærið er fullsteikt er það tekið út og látið standa á hlýjum stað undir álpappír í 10-20 mínútur áður en það er skorið. Soðið borið fram með sem sósa.

 

Þessi uppskrift er fengin af hemasíðunni: www.lambakjot.is

Kaloríur 1305 65%
Sykur 1g 1%
Fita 84g 120%
Hörð fita 34g 170%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Skyrmarinerað lambalæri
Tommasi Ripasso
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Tommasi Ripasso
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Ítalía
 • Lýsing: Gengur vel með t.d. lambakjöti, kálfakjöti, nautakjöti, gæs og önd. Þetta er mjög gott ostavín og þá sérstaklega með hörðum ostum. Tommasi Ripasso...
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér