Sítrónukryddað lambalæri
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 2 msk HUNANG
 • 1 stk HVÍTLAUKSRIF
 • 2 msk TÍMÍAN
 • 1 stk SÍTRÓNUR
 • 1 stk SALT, borðsalt
 • 1.5 dl RJÓMI
 • 0.5 tsk PIPAR, svartur
 • 1.5 kg LAMBALÆRI, fitusnyrt, hrátt
 • 3 dl KJÖTSOÐ
 • 1 dl HVÍTVÍN, þurrt
 • 1 msk SÓSUJAFNARI

Aðferð:

Hitið ofninn í 220°C. Þerrið lambalærið. Rífið börkinn af sítrónunni, skerið hana síðan í tvennt og núið kjötið vel með helmingunum. Kreistið safann úr þeim um leið. Kryddið lærið vel með pipar og salti og dreifið svo sítrónuberkinum yfir ásamt hvítlauk og timjani. Setjið lærið í ofnskúffu eða steikarfat og setjið það í ofninn. Lækkið hitann í 170°C eftir um 15 mínútur og steikið lærið áfram í 1-1 1/2 klst., eftir því hve stórt það er og hve mikið það á að vera steikt. Best er að nota steikarmæli og stinga honum í vöðvann þar sem hann er þykkastur. Hann á að sýna um 55°C fyrir lítið steikt, 60-65°C fyrir meðalsteikt og 70°C fyrir alveg gegnsteikt. Nokkru áður en lærið er tekið úr ofninum er hunanginu dreypt yfir það og það látið brúnast dálítið. Takið svo lærið úr ofninum þegar það er tilbúið, breiðið álpappír lauslega yfir og látið standa í a.m.k. 15 mínútur. Hellið víni eða vatni í heita ofnskúffuna og skafið botninn vel. Síið vökvann og kjötsafann í pott, bætið soðinu út í og hitið að suðu. Látið sjóða rösklega í nokkrar mínútur. Þykkið sósuna með sósujafnara (hún á að vera fremur þunn), bragðbætið hana með pipar og salti eftir smekk og hrærið e.t.v. rjóma saman við.

 

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðunni: www.lambakjot.is

Kaloríur 738 37%
Sykur 0g 0%
Fita 43g 61%
Hörð fita 20g 100%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Sítrónukryddað lambalæri
Jacob
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Jacob's Creek Johann Shiraz Cabernet
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Ástralía
 • Lýsing: Ómótstæðilegur gullmoli frá Jacob´s Creek. Glæsileg uppbygging víns þar sem einungis sérvalin ber eru notuð, þrúgurnar Shiraz og Cabernet ná...
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér