Sinnepsgljáð lambalæri
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 2 msk HUNANG
 • 1 kg KARTÖFLUR, hráar
 • 2.5 kg LAMBALÆRI, fitusnyrt, hrátt
 • 2 msk ÓLÍFUOLÍA
 • 1 tsk PIPAR, svartur
 • 1 msk RÓSMARÍN, grein
 • 3 msk SINNEP, Dijon
 • 1 tsk SALT, Maldon-

Aðferð:

Ofninn hitaður í 200°C. Lærið kryddað vel með pipar og salti. Olíunni hellt í steikarfat (best að það sé ekki mjög stórt), kartöflurnar settar í fatið og velt upp úr olíunni. Kryddað með pipar og salti. 2-3 rósmaríngreinar lagðar ofan á og síðan er lærið lagt ofan á rósmaríngreinarnar. Sett í ofninn og steikt í um 1 klst. Sinnepi, hunangi og 2 msk. af söxuðu rósmaríni hrært saman, smurt á lærið og steikt í 20-30 mínútur í viðbót. Lærið látið standa í a.m.k. 15 mínútur eftir að það er tekið úr ofninum. Borið fram með kartöflunum og e.t.v. með sinneps- eða hvítlaukssósu.

 

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðunni: www.lambakjot.is

Kaloríur 1404 70%
Sykur 5g 6%
Fita 78g 111%
Hörð fita 33g 165%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Sinnepsgljáð lambalæri
Tommasi Le Prunée Merlot
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Tommasi Le Prunée Merlot
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Ítalía
 • Lýsing: Tommasi "Le Prunée" Merlot er mjög gott með grilluðu lambakjöti, bragðmiklum pastaréttum, lasagna og ostum af ýmsu tagi. Enn ein skrautfjöðurin frá...
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér