Pistasíulamb í hunangssinnepshjúpi
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 6 stk GULRÆTUR, hráar
 • 3 stk STEINSELJURÆTUR
 • 1 stk LAUKUR, Shallot-
 • 1 stk RAUÐBEÐUSAFI
 • 1 stk LAMBAKRAFTUR
 • 1 stk KANILSTÖNG
 • 2 stk HVÍTLAUKSRIF
 • 6 stk KARTÖFLUR, Bökunar-
 • 1 msk TÍMÍAN
 • 8 stk SVEPPIR, hráir
 • 0.5 stk STEINSELJA
 • 100 gr SINNEP
 • 1 msk RÓSMARÍN, grein
 • 2.5 dl RJÓMI
 • 400 ml RAUÐVÍN
 • 2.2 kg LAMBALÆRI, fitusnyrt, hrátt
 • 100 gr HUNANG
 • 100 gr HNETUR, pistasíuhnetur
 • 30 gr SVEPPIR, Villi-

Aðferð:

Gulrætur og steinseljurætur skrældar og skornar gróft niður. Því næst eru þær forsoðnar í sirka 4-5 mín. Setjið þær síðan í eldfast mót og leggið til hliðar.

Skerið lykilbeinið í lærinu frá við hækilinn. Hrærið saman gróft sinnep og hunang, smyrjið yfir lambalærið, ásamt salti og pipar. Gætið þess að nota bara helminginn af hunangsblöndunni í fyrsta skiptið.

Leggið lambalærið ofan á grænmetið í eldfasta mótinu og steikið í ofni við 160° (miðað við 45 mín á kíló). Hafið lok á eldfasta mótinu síðasta korterið. Takið síðan lokið af og smyrjið afganginum af hunangsblöndunni yfir lambið og stráið söxuðum pistasíunum yfir. Hækkið þá ofninn í 175 gráður.

Skrælið kartöflurnar, brytjið þær niður og sjóðið í 3-5 mín. Leggið villisveppina í bleyti í vatn.
Skrælið laukinn og hvítlaukinn og Látið krauma á pönnu. Skerið Flúðasveppina og bætið á pönnuna, því næst kartöflunum og villisveppunum. Hellið svo rjómanum út á og setjið allt í eldfast mót. Bakið þetta í ofni um leið og lambið.

Sósa
Sjóðið rauðbeðusafa úr einni flösku og rauðvínið niður um 2/3. Bætið vatni og lambakrafti út í.
Þegar lambið er fulleldað er öllum safanum úr steikarmótinu, hellt saman við sósuna og látið malla í smástund.

 

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðunni: www.lambakjot.is

Kaloríur 1359 68%
Sykur 4g 4%
Fita 78g 111%
Hörð fita 31g 155%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Pistasíulamb í hunangssinnepshjúpi
Jacob
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Jacob's Creek Johann Shiraz Cabernet
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Ástralía
 • Lýsing: Ómótstæðilegur gullmoli frá Jacob´s Creek. Glæsileg uppbygging víns þar sem einungis sérvalin ber eru notuð, þrúgurnar Shiraz og Cabernet ná...
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér