Fiskibollur með gulrótum og lauk
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 1 stk EGG, hænuegg, hrá
 • 2 stk Tómatar
 • 350 ml SÚRMJÓLK
 • 2 msk STEINSELJA
 • 1 tsk SINNEP
 • 1 tsk SALT, borðsalt
 • 0.5 tsk PIPAR, svartur
 • 20 stk ÓLÍFUR, grænar
 • 1.5 msk ÓLÍFUOLÍA
 • 2 stk LAUKUR, hrár
 • 850 gr KARTÖFLUR, hráar
 • 4 msk HVEITI
 • 2 stk GULRÆTUR, hráar
 • 1 msk GRASLAUKUR, hrár
 • 500 gr FISKFARS, hrátt
 • 1 stk HVÍTLAUKSRIF

Aðferð:

 1. Hrærið saman hakk, hveiti, salt, pipar, egg og 150 ml. súrmjólk.
 2. Rífið gulrætur, merjið hvítlauksrifið, saxið laukinn og bætið saman við hakkið ásamt smátt saxaðri steinselju. Setjið í kæli í 30-60 mínútur.
 3. Sjóðið kartöflur og búið til salat á meðan úr tómötum, lauk og ólífum.
 4. Mótið bollur og steikið í olíu á pönnu í 7-8 mínútur hvorum megin.

Sósan.
1. Hrærið saman 2 dl. súrmjólk og 1 tsk. sinnep
2. Bragðbætið með smátt söxuðum graslauk, salti og pipar.

Kaloríur 450 22%
Sykur 0g 0%
Fita 14g 20%
Hörð fita 3g 15%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Fiskibollur með gulrótum og lauk
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér