Lambapottur frá Navarra
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 1.2 kg LAMBAHRYGGUR, með fitu, hrár
 • 2 stk HVÍTLAUKSRIF
 • 0.5 stk CHILI Rauður
 • 6 stk Tómatar
 • 3 msk STEINSELJA
 • 1 tsk SALT, borðsalt
 • 0.5 tsk PIPAR, svartur
 • 1 tsk PAPRIKUDUFT
 • 2 stk PAPRIKA, rauð
 • 3 msk ÓLÍFUOLÍA
 • 5 stk LAUKUR, hrár
 • 1 stk LÁRVIÐARLAUF

Aðferð:

Kjötið beinhreinsað, skorið í bita og kryddað með pipar og salti. Olían hituð í stórum, þykkbotna potti og kjötið brúnað vel á öllum hliðum. Tekið úr pottinum með gataspaða og fært á disk. Laukurinn steiktur við meðalhita þar til hann er glær og mjúkur. Hvítlauknum bætt út í og steikt í 1 mínútu. Þá er tómötum, paprikum og chilialdini bætt út í og síðan paprikudufti, steinselju og lárviðarlaufi. Látið malla í um 5 mínútur og síðan smakkað til með pipar og salti. Kjötið sett aftur í pottinn, lok látið á hann og kjötið látið malla undir loki við mjög hægan hita í um klukkustund. Hrært af og til, en ekki ætti að þurfa að bæta neinum vökva í pottinn. Þegar kjötið er meyrt er sósan smökkuð til og kjötið borið fram.

 

 

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðunni: www.lambakjot.is

Kaloríur 1118 56%
Sykur 0g 0%
Fita 103g 147%
Hörð fita 47g 235%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Lambapottur frá Navarra
Campo Viejo Reserva
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Campo Viejo Reserva
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Spánn
 • Lýsing: Gengur afar vel með lambakjöti og þá einkum grilluðu. Einstaklega gott með tapasréttum og ostum í mýkri kantinum.
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér