Lambalæri að hætti Andalúsíumanna
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 300 ml BJÓR, 4,5% alkóhól af rúmmáli
 • 3 stk HVÍTLAUKSRIF
 • 5 stk Tómatar
 • 1 stk STEINSELJA
 • 0.5 stk SÍTRÓNUR
 • 1 tsk SALT, borðsalt
 • 1 tsk PIPAR, svartur
 • 1 stk PAPRIKA, rauð
 • 1 stk PAPRIKA, græn
 • 3 msk ÓLÍFUOLÍA
 • 2 stk LAUKUR, hrár
 • 2.2 kg LAMBALÆRI, fitusnyrt, hrátt
 • 100 ml SÉRRÍ

Aðferð:

Fituhreinsið lærið e.t.v. svolítið. Stingið djúpar raufar í það á nokkrum stöðum með beittum hnífsoddi og stingið hvítlauksflísum í raufarnar. Kryddið það með pipar og svolitlu salti. Flysjið börkinn af sítrónunni og skerið laukinn í þunnar sneiðar. Dreifið lauksneiðunum og sítrónuberki á botninn á steikarfati, leggið lærið þar ofan á, kreistið sítrónusafa yfir, penslið lærið vel með olíunni og hellið að lokum sérríinu yfir. Leggið lok yfir og látið standa í kæli til næsta dags; snúið nokkrum sinnum (einnig mætti setja allt saman í þéttan plastpoka og loka honum vel. Takið kjötið út nokkru fyrir steikingu og hitið ofninn í 175°C. Fræhreinsið paprikurnar og tómatana og skerið í bita. Dreifið grænmetinu í kringum kjötið, hellið bjórnum yfir, lokið og setjið í ofninn í 1 1/2-2 klst. Takið lokið af síðasta hálftímann eða svo. Látið lærið bíða dálitla stund áður en það er skorið og berið það svo fram með grænmetinu og soðinu.

 

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðunni: www.lambakjot.is

Kaloríur 1118 56%
Sykur 0g 0%
Fita 71g 101%
Hörð fita 30g 150%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Lambalæri að hætti Andalúsíumanna
Jacob
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Jacob's Creek Johann Shiraz Cabernet
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Ástralía
 • Lýsing: Ómótstæðilegur gullmoli frá Jacob´s Creek. Glæsileg uppbygging víns þar sem einungis sérvalin ber eru notuð, þrúgurnar Shiraz og Cabernet ná...
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér