Lambalundir með ananas
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 350 gr LAMBALUNDIR, hráar
 • 2 msk MARMELAÐI
 • 2 msk SOJASÓSA
 • 1 tsk ENGIFER
 • 12 stk ANANAS, Bitar

Aðferð:

Lambalundirnar skornar í mjóar ræmur eftir endilöngu. Marmelaði (appelsínu), sojasósa, engifer og pipar hrært saman í skál, kjötið sett út í og blandað vel. Látið standa í kæli í nokkrar klukkustundir. Þá er grillið hitað. Lundirnar þræddar upp á teina (annaðhvort látnar hlykkjast eins og S eða rúllað lauslega upp og teininum stungið þvert í gegnum rúlluna) og ananasinn þræddur á milli þeirra. Grillað við háan hita í 4-5 mínútur. Borið fram sem forréttur, e.t.v. ásamt grænu salati.

 

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðunni: www.lambakjot.is

Kaloríur 147 7%
Sykur 4g 4%
Fita 5g 7%
Hörð fita 2g 10%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Lambalundir með ananas
Tommasi Poggio al Tufo Alicante
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Tommasi Poggio al Tufo Alicante
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Ítalía
 • Lýsing:
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér