Lambalifur með beikoni, lauk og ...
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 8 stk BEIKON, hrátt
 • 1 msk SÓSUJAFNARI
 • 2 stk LÁRVIÐARLAUF
 • 1 tsk TÓMATÞYKKNI / TÓMATPURE
 • 1 tsk TÍMÍAN
 • 20 stk SVEPPIR, hráir
 • 40 gr SMJÖR, sérsaltað
 • 1 tsk SALT, borðsalt
 • 4 dl RAUÐVÍN
 • 0.5 tsk PIPAR, svartur
 • 3 msk ÓLÍFUOLÍA
 • 1 stk LAUKUR, hrár
 • 800 gr LAMBALIFUR, hrá
 • 2 dl HVEITI
 • 1 msk KJÖTKRAFTUR

Aðferð:

Kryddið lifur með salti og pipar og veltið upp úr hveiti.

Steikið lifrina í olíu á vel heitri pönnu í 1 mín á hvorri hlið.

Takið þá lifrina af pönnunni og steikið beikon, lauk og sveppi í 2 mín.

Bætið víni eða vatni á pönnuna og sjóðið niður um helming ásamt lárviðarlaufi, tímíani og tómatþykkni. 

Setjið lifrina aftur á pönnuna og sjóðið í 2 - 3 mín.

Þykkið sósuna með sósujafnara.

Takið pönnuna af hellunni og bætið smjöri í sósuna.

Hrærið í þar til smjörið hefur bráðnað. 

Smakkið til með salti, pipar og kjötkrafti. 

Ef þið viljið nota vatn frekar en vín þá er settur rjómi í stað smjörs í sósuna.

 

Þessi uppskrift er fengin af heimasíðunni: www.lambakjot.is

Kaloríur 494 25%
Sykur 0g 0%
Fita 29g 41%
Hörð fita 11g 55%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Lambalifur með beikoni, lauk og sveppum
Campo Viejo Gran Reserva
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Campo Viejo Gran Reserva
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Spánn
 • Lýsing: Frábært vín með grilluðu lamba- og nautakjöti. Vín fyrir þá sem vilja gera gott við sig og sína. Hentar einnig vel með öðru rauðu kjöti og...
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér