Ferskt penne með tómötum og beikoni
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 50 gr BEIKON, hrátt
 • 150 gr Tómatar
 • 150 gr SVEPPIR, hráir
 • 1 tsk SALT, borðsalt
 • 1 tsk PIPAR, svartur
 • 500 gr PASTA, soðið
 • 4 msk ÓLÍFUOLÍA
 • 1 dl HVÍTVÍN, millisætt
 • 80 gr BLAÐLAUKUR, hrár
 • 1 stk HVÍTLAUKSRIF

Aðferð:

 1. Leggið tómatana í sjóðandi vatn í nokkrar mínútur og skerið þá í teninga.
 2. Pressið hvítlaukinn og steikið í olíunni í ca 2 mínútur við vægan hita , ásamt niðursneiddum blaðlauknum.
 3. Bætið við beikoninu og að lokum sveppunum niðurskornum.
 4. Hellið hvítvíninu saman við og látið liggja á háum hita í nokkra stund.
 5. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakka.
 6. Sigtið pastað og blandið saman við sósuna og tómatana.

Gott að bera fram með ítölskt brauð og nýrifnum parmesan osti.

Kaloríur 364 18%
Sykur 0g 0%
Fita 25g 36%
Hörð fita 5g 25%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Ferskt penne með tómötum og beikoni
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér