Heilsubrauð
Uppskrift fyrir

Innihald:

 • 120 gr BYGGMJÖL
 • 35 gr GER, þurrger
 • 125 gr HEILHVEITI
 • 340 gr HVEITI
 • 1.5 tsk SALT, borðsalt
 • 3 dl SÚRMJÓLK
 • 2 dl Vatn
 • 1 msk MATAROLÍA

Aðferð:

50 gr fræblanda (má sleppa).

Leggið 100 gr byggmjöl í bleyti í 1 dl vatn og látið standa í ca 20 mín.
Setjið ger í volgt vatn (1½ dl) og leysið upp, bætið mjólk og olíu saman við og svo þurrefnunum ásamt byggmjölinu (sem búið var að setja í bleyti). Hnoðið saman í ca 5-8 mín., látið standa á borði með klút yfir í ca 10 mín.
Mótið því næst 2 stk brauð úr deiginu og setjið í jólakökuform eða álform, látið hefast undir rökum klút. Bakið við ca 200°C í 35-40 mín.

Gott ráð í brauðabakstri; þegar brauðið er fullhefað er gott að úða aðeins vatni yfir brauðið áður en það er sett í ofninn, þá fær það betri skorpu.

http://www.kornax.is

Kaloríur 539 27%
Sykur 0g 0%
Fita 6g 9%
Hörð fita 1g 5%
Salt 0g 0%

Næringagildi per skammt

Stjörnugjöf:  
Heilsubrauð
Sunrise Cabernet Sauvignon
 • Vínráðgjafar mæla með þessu víni með tilteknum rétti:
 • Sunrise Cabernet Sauvignon
 • Tegund: Rauðvín
 • Land: Chile
 • Lýsing: Hentar með öllu kjöti, pastaréttum og ostum. Hefur farið sigurför um landið undanfarin ár og ekkert lát virðist vera á vinsældum þessa frábæra víns.
nánar á vínbúð.is
Veldu annað vín
 • Setja í uppáhald
Gefðu þessari uppskrift einkunn eftir að þú hefur eldað hana og borið fram. Meðal stjörnugjöf birtist hér svo að ofan.

Hér eru tilboð sem þú gætir nýtt þér